„Strákarnir okkar“ í sérstöku uppáhaldi hjá Herdísi

Herdís Albertsdóttir.
Herdís Albertsdóttir. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Herdís Albertsdóttir á Ísafirði fagnar í dag 100 ára afmæli. Hún fæddist í húsinu að Sundstræti 33 þar í bæ og bjó þar  fyrstu 99 árin og hálfu betur þar til í sumar, að hún flutti á öldrunardeild sjúkrahússins.

Afmælisbarnið er stálhraust og ber sig vel, en heyrir reyndar mjög illa og sjónin er ekki góð. „En hún segir að ekkert sé að sér og hún er stálminnug; það er hægt að fletta upp í henni,“ sagði dótturdóttir Herdísar, Kristjana Sigurðardóttir, við Morgunblaðið í gær.

„Strákarnir okkar“ í handboltalandsliðinu hafa löngum verið í miklu uppáhaldi hjá Herdísi og árum saman fylgdist hún með hverjum einasta leik sem sýndur var í sjónvarpinu. „Hún hefur fylgst grannt með þeim alveg frá því þeir fóru að spila af einhverju viti, eins og hún segir sjálf!“ sagði Kristjana í gær. Örvhenta stórskyttan Kristján Arason var í sérstöku uppáhaldi. „Hann er drengurinn hennar!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert