Vinnur við vefinn í aukavinnu

Albert Einarsson ráðgjafi.
Albert Einarsson ráðgjafi.

Vefur á norsku, www.islandsk.no, sem m.a. greinir frá því helsta sem birtist í íslenskum fréttum, fékk hátt í þrjú þúsund heimsóknir í október og það sem af er nóvember eru heimsóknirnar komnar yfir tvö þúsund. Albert Einarsson ráðgjafi hjá Vox, stofnun um fullorðinsfræðslu í norska atvinnulífinu og sem býr í Osló, heldur vefnum úti. Hann undrast heimsóknafjöldann í ljósi þess að vefurinn hefur ekkert verið auglýstur.

Albert segir vefinn vera unninn í aukavinnu og hún sé nú að vaxa honum yfir höfuð. Albert hefur skrifað samantektir á viðburðum hér á landi og byggt þær á fréttum íslenskra fjölmiðla. Hann hefur lagt áherslu á að fjalla um atriði sem hann telur að Norðmenn hafi sérstakan áhuga á eða sjónarhorn sem geti vakið athygli í Noregi.

Albert hefur orðið þess var að margir fréttamenn leiti til síðunnar til að fá bakgrunn að fréttum. Einnig hefur verið vitnað til hennar í fréttum og Albert verið kallaður í viðtöl og umræðuþætti í sjónvarpi. Hann hefur einnig verið beðinn um að taka þátt í fundum, m.a. hjá fylgismönnum ESB aðildar í Noregi í næstu viku.

Vefur Alberts

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert