Hæstiréttur hefur ógilt áminningu og févíti, sem Kauphöll Íslands veitt Atorku Group. Hefur Kauphöll Íslands verið gert að birta dóm Hæstaréttar á fréttavef sínum að viðlögðum dagsektum.
Kauphöll áminnti Atorku fyrir brot á reglum kauphallarinnar um birtingu á 6 mánaða uppgjöri félagsins sem Kauphöll Íslands taldi ekki taka nægjanlega mið af samstæðuuppgjöri Atorku heldur fyrst og fremst uppgjöri móðurfélagsins.
Atorka taldi sig hafa farið að öllum tilmælum Kauphallar Ísladns um úrbætur á tilkynningunni sem að endingu
hefði uppfyllt reglurnar. Hæstiréttur taldi, að þótt fyrirsögn tilkynningar Atorku
hefði eingöngu snúið að afkomu móðurfélagsins hefði afkoma samstæðunnar mátt
vera ljós af lestri tilkynningarinnar. Féllst dómurinn því á kröfu Atorku.