Dæmi um ríflega 100% hækkun á matvöru

Sverrir Vilhelmsson

Mat­vara sem verðlags­eft­ir­lit ASÍ kannaði verð á sl. þriðju­dag hef­ur hækkað um tugi pró­sentna síðastliðið hálft ár. Al­gengt er að vör­ur hafi hækkað um 30%-50% frá því í verðkönn­un verðlags­eft­ir­lits­ins í vor en dæmi eru um yfir 100% verðhækk­un. Verð hef­ur al­mennt hækkað mest í lág­vöru­verðsversl­un­um á milli kann­ana.

Á vef ASÍ kem­ur fram að verðbreyt­ing­ar voru skoðaðar í Bón­us, Krón­unni, Nettó, Kaskó, Hag­kaup­um, Nóa­túni, Sam­kaup­um-Úrval Hafnar­f­irði og Fjarðar­kaup­um.

Brauð hækk­ar í flest­um til­vik­um um meira en 50%

Verð á brauði, kexi, pasta, og hrís­grjón­um sem skoðað var, hækkaði í flest­um til­vik­um yfir 50% í lág­vöru­verðsversl­un­um en nokkuð minna í öðrum versl­un­um. Sem dæmi má nefna að Fittý sam­loku­brauð hækkaði um 66% í Kaskó, 63% í Nettó, 57% í Krón­unni og 47% í Bón­us á milli kann­ana í lok mars og nú í nóv­em­ber. Í öðrum versl­un­um hækkaði sams­kon­ar brauð um 12-17%. Barilla tortell­ini hækkað á sama tíma­bili um 86% í Bón­us, 70 % í Nettó, 58% í Fjarðar­kaup­um og 45% í Kaskó en um 32% í Nóa­túni og 19% í Hag­kaup­um og Sam­kaup­um-Úrval.

Ban­an­ar hækkuðu um 83% í Bón­us

Verð á mjólk hef­ur hækkað um 25-30% frá því í vor. Í lág­vöru­verðsverðsversl­un­um hef­ur mjólk­ur­lítr­inn hækkað um 30%, kostaði að meðaltali kr. 74 í vor en nú kr. 96. Í öðrum versl­un­um hef­ur mjólk­ur­lítr­inn að meðaltali hækkað um 26%, úr kr. 82 í kr. 103. Verð á AB-mjólk hef­ur hækkað um 30%-50% á milli verðkann­anna. Mest í Bón­us og Krón­unni um 52%, en um 30%-40% í öðrum versl­un­um.

Græn­meti og ávext­ir sem skoðaðir voru hafa einnig hækkað mikið í verði. Kílóverð á ban­ön­um hef­ur hækkað mest í Bón­us um 83% úr kr. 98 í kr. 179 frá því í vor. Í Kaskó nem­ur hækk­un­in 49%, í Nettó 47%, í Krón­unni 47% og í Hag­kaup­um, Nóa­túni og Sam­kaup­um-Úrval milli 24% og 35%. Minnst hafa ban­an­arn­ir hækkað í Fjarðar­kaup­um um 5%.

106% hækk­un á púður­sykri í Krón­unni

Af öðrum vör­um má nefna púður­syk­ur frá Dansukk­er hef­ur hækkað um 106% í Krón­unni og 88% í Bón­us frá því vor. Um 47% í Nóa­túni, 38% í Fjarðar­kaup­um og 18% í Hag­kaup­um og er nú dýr­ari í lág­vöru­verðsversl­un­un­um en í Hag­kaup­um og á svipuðu verði og í Nóa­túni.

Þegar skoðaður er mun­ur á meðal­verði í lág­vöru­verðsversl­un­um og öðrum stór­mörkuðum nú í nóv­em­ber og í vor má sjá að í flest­um til­vik­um er mun minni mun­ur á meðal­verði í þess­um versl­un­ar­gerðum nú en í vor. Verð í lág­vöru­verðsversl­un­um hef­ur al­mennt hækkað meira en í öðrum versl­un­um sem þýðir sam­kvæmt þessu að verðmun­ur á milli lág­vöru­verðsversl­ana og annarra stór­markaða hef­ur minnkað.

Sjá sam­an­b­urð á verði á milli tíma­bila

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka