Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum

Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeff
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeff mbl.is/Frikki

Staðhæft er í bók­inni Saga af for­seta, að auðveld­lega megi túlka bréf, sem Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, sendi Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, sem aðför að for­seta­hjón­un­um. Í bréf­inu gerði Davíð at­huga­semd­ir við fram­kvæmd hjóna­vígslu Ólafs Ragn­ars og Dor­rit Moussia­eff árið 2003.

Fram kem­ur í bók­inni, sem Gunn­ar Friðriks­son skrá­ir, að nokkr­um vik­um eft­ir hjóna­vígsluna hafi Guðmund­ur Soph­us­son, sýslumaður sem gaf þau  Ólaf Ragn­ar og Dor­rit sam­an, beðið Sig­urð G. Guðjóns­son, lög­fræðing Ólafs Ragn­ars, um staðfest­ingu á því að hjóna­bandi Dor­rit­ar og fyrr­um eig­in­manns henn­ar, Neil Zarach, hafi verið lokið er hún gift­ist Ólafi.

Skömmu síðar hafi Hag­stof­an, sem á þeim tíma heyrði und­ir for­sæt­is­ráðuneytið, til­kynnt Sig­urði að ekki væri hægt að skrá Dor­rit með lög­heim­ili á Bessa­stöðum þar sem full­nægj­andi gögn um skilnað henn­ar lægju ekki fyr­ir og að hún yrði því að sækja um land­vist­ar­leyfi á Íslandi.

Eft­ir að hafa lesið bréfið hringdi Ólaf­ur, að sögn Sig­urðar, í Davíð, sagði hon­um að sér þætti bréfið skrítið og út­skýrði fyr­ir hon­um mála­vöxtu. Mun Davíð hafi sagst ætla að at­huga málið og hafa sam­band aft­ur vegna þess en að það hafi hann aldrei gert.

Í bók­inni seg­ir að við at­hug­un á tölvu­skrán­ingu í Bretlandi hafi komið í ljós að skilnaður Dor­rit hafi verið skráður en ekki hafi verið skráð end­an­leg staðfest­ing hans sem skal fara fram ári síðar. Skömmu eft­ir sam­tal Ólafs og Davíðs hafi skilnaðar­vott­orð Dor­rit­ar hins veg­ar borist frá Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert