Efnt til útifundar á mánudag

mbl.is/Kristinn

Öryrkjabandalag Íslands, ásamt BSRB, Landsamtökunum Þroskahjálp og Félagi eldri borgara í Reykjavík munu standa fyrir útifundi mánudaginn 24. nóvember á Ingólfstorgi.

Yfirskrift fundarins er „Verjum velferðina“. Samtökin telja brýnt að standa vörð um velferðarkerfið og almenn mannréttindi. Niðurskurðarhnífurinn sé kominn á loft, til dæmis í heilbrigðisgeiranum þar sem stofnanir eiga að vera með flatan niðurskurð upp á 10%.

Útifundur hagsmunasamtakanna  hefst klukkan 16:30 með tónlistarflutningi. Gert er ráð fyrir að ræðuhöld hefjist klukkan 16:45 og að fundurinn verði búinn kl. 17:30.

Ræðumenn verða Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Margrét Margeirsdóttir, formaður eldri borgara og Árni Stefán Jónsson, formaður SFR og varaformaður BSRB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka