Elding fékk umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Hvalaskoðunarbáturinn Elding II.
Hvalaskoðunarbáturinn Elding II.

Hvalaskoðun Reykjavík/Elding fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir markvissa stefnu og fyrir að hafa sett sér það markmið að vinna að stöðugum úrbótum í umhverfismálum.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti verðlaunin á ferðamálaþinginu á Grand Hótel Reykjavík.

Fyrirtækið Hvalaskoðun Reykjavík/Elding varð til við sameiningu hvalaskoðunarfyrirtækjanna Hafsúlunnar og Eldingar. Sameinað fyrirtæki er stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins með 42 starfsmenn og fjóra báta sem gerðir eru út frá Reykjavíkurhöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert