Hvalaskoðun Reykjavík/Elding fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir markvissa stefnu og fyrir að hafa sett sér það markmið að vinna að stöðugum úrbótum í umhverfismálum.
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti verðlaunin á ferðamálaþinginu á Grand Hótel Reykjavík.
Fyrirtækið Hvalaskoðun Reykjavík/Elding varð til við sameiningu hvalaskoðunarfyrirtækjanna Hafsúlunnar og Eldingar. Sameinað fyrirtæki er stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins með 42 starfsmenn og fjóra báta sem gerðir eru út frá Reykjavíkurhöfn.