Erlendum ferðamönnum fjölgar

Erlendir ferðamenn í Reykjavík.
Erlendir ferðamenn í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Erlendum gestum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um rúm 4% í fyrrihluta nóvember, miðað við sama tíma í fyrra. Fram kemur á vef Ferðamálastofu að þetta séu ánægjuleg tíðinindi þar sem gestunum hafi fækkað um 5% í október. Umtalsverð fækkun varð hins vegar á ferðum Íslendinga fyrstu 17 daga nóvembermánaðar, eða tæp 60%.

Fjölgunin er nóvember er að mestu leyti frá Mið- og Suður-Evrópu eða tæp 24%. Einnig var fjölgun frá Bretlandi tæp 5% og 12% frá Noregi. Á móti fækkar Bandaríkjamönnum og Dönum.

Sjá nánar hér.

Í dag hófst svo Ferðamálaþing Iðnaðarráðuneytisins og Ferðamálastofu. Að loknu ávarpi ferðamálaráðherra Össurar Skarphéðinssonar flutti Ian Neale, forstjóri bresku ferðaskrifstofunnar Regent Travel, inngangserindi ráðstefnunnar. Þar fjallaði hann um hvernig hægt sé að markaðssetja landið á þeim óróatímum sem nú ríkja eða Selling Iceland to travelers in turbulent times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert