Hafís færist nær landi

Gervihnattamynd af hafísnum
Gervihnattamynd af hafísnum

Á gervi­hnatta­mynd­um frá því gær sést að haf­ís er um 50 sjó­míl­ur frá Straum­nesi. Fram yfir helgi verður vest­læg átt ríkj­andi að mestu leiti á Græn­lands­sundi og því mun ís­inn fær­ast enn nær landi.  Reikna má með að stak­ir jak­ar og rast­ir komi inn á Vest­fjarðamið á næst­unni og jafn­vel nokkuð þétt­ur ís. Þetta kem­ur fram á vef Veður­stof­unn­ar.

Sjáv­ar­hit­inn á þess­um slóðum er um 4°-5°C og því má bú­ast við að ís bráðni frek­ar hægt. 

„Eins og ávallt eru sjófar­end­ur beðnir um að fara að öllu með gát.  Einnig er rétt að hafa í huga að gervi­hnatta­mynd­in hér að neðan gef­ur hug­mynd um haf­ís­rönd­ina, en stak­ar jak­ar og rast­ir geta verið út fyr­ir haf­ís­rönd­ina sem teiknuð er inn á mynd­ina," að því er seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert