Á gervihnattamyndum frá því gær sést að hafís er um 50 sjómílur frá Straumnesi. Fram yfir helgi verður vestlæg átt ríkjandi að mestu leiti á Grænlandssundi og því mun ísinn færast enn nær landi. Reikna má með að stakir jakar og rastir komi inn á Vestfjarðamið á næstunni og jafnvel nokkuð þéttur ís. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
Sjávarhitinn á þessum slóðum er um 4°-5°C og því má búast við að ís bráðni frekar hægt.
„Eins og ávallt eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát.
Einnig er rétt að hafa í huga að gervihnattamyndin hér að neðan gefur
hugmynd um hafísröndina, en stakar jakar og rastir geta verið út fyrir
hafísröndina sem teiknuð er inn á myndina," að því er segir á vef Veðurstofunnar.