Ódýrt að ferðast til Íslands

Sagt er í grein á vef The In­ternati­onal Her­ald Tri­bu­ne í dag að þótt Ísland hafi ef til vill orðið gjaldþrota og krón­an hrunið sé æ meira um að nor­ræn­ir og bresk­ir ferðamenn heim­sæki nú landið. Verðlag sé orðið ein­stak­lega hag­stætt hér­lend­is.

Vitnað er í Sigrúnu Sig­urðardótt­ur hjá Ferðamála­stofu sem hafi á mánu­dag sagt í London að nú sé markaðsher­ferð á fyrri hluta árs­ins að bera ár­ang­ur vegna lækk­andi verðlags.

Blaðið seg­ir að nú sé jafn­vel hægt að gista á fjög­urra stjörnu hót­eli í Reykja­vík fyr­ir 70 doll­ara yfir sól­ar­hring­inn.

Ferðamála­skríbent The Guar­di­an í Bretlandi vek­ur einnig at­hygli á lágu verðlagi á Íslandi. Þótt pundið eigi við vanda að etja sé það sums staðar vel metið, seg­ir hann og nefn­ir Ísland og Mexí­kó sem heppi­lega áfangastaði um þess­ar mund­ir fyr­ir Breta.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert