Kreppubónus hjá Alcan

mbl.is/Ómar

Alcan á Íslandi hef­ur ákveðið að greiða starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins 1,5 mánaðarlaun í auka­greiðslu um miðjan des­em­ber. Rann­veig Rist, for­stjóri Alcan á Íslandi, seg­ir þetta gert vegna krepp­unn­ar sem ríki á Íslandi en hún komi illa niður á hinum al­menna borg­ara sem alltaf hef­ur staðið við sitt. Alltaf sé talað um þá sem hafi tapað millj­arði eða meira en minna hafi farið fyr­ir frétt­um af þeim sem hafi tapað einni til tveim­ur millj­ón­um króna af spari­fé sínu. Ein­hverju sem fólk hef­ur kannski nurlað sam­an á löng­um tíma. Eins hafi af­borg­an­ir af lán­um hækkað mikið og stund­um orðnar erfiðar fyr­ir þá sem alltaf hafa staðið við sín­ar skuld­bind­ing­ar.

Að sögn Rann­veig­ar fá þeir sem hafa starfað leng­ur en í eitt ár hjá fyr­ir­tæk­inu ein og hálf mánaðarlaun um miðjan des­em­ber en  fyr­ir þá sem hafa starfað skem­ur fá einn mánuð auka­lega. Flest­ir starfs­menn fá því ein og hálf mánaðarlaun því meðal­starfs­ald­ur hjá fyr­ir­tæk­inu eru tæp fimmtán ár. „Við vilj­um líka þakka þessu fólki fyr­ir að hafa haldið tryggð við okk­ur," seg­ir Rann­veig.

Hún seg­ir að þetta kosti fyr­ir­tækið tals­vert en stjórn­end­ur Alcan telji að það skipti mestu núna að styðja við bakið á starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­tækið sé skuld­laust og rekst­ur þess góður.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert