NATO hefur engar áhyggjur af minni gæslu

Geir H. Haarde ræðir við franska hermenn, sem hér voru …
Geir H. Haarde ræðir við franska hermenn, sem hér voru við loftrýmisgæslu. mbl.is/Árni Sæberg

Emb­ætt­ismaður Atlants­hafs­banda­lags­ins sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að ef Ísland teldi ekki þörf á loft­rým­is­gæslu Breta í des­em­ber hefði banda­lagið ekki nein­ar at­huga­semd­ir við það. Loft­rým­is­gæsl­an væri hluti af sam­eig­in­leg­um vörn­um NATO en ef ís­lensk stjórn­völd hefðu ekki áhyggj­ur af því þótt loft­rým­is­gæsla Breta félli niður hefði NATO það ekki held­ur.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur sagt að ákvörðunin um að hætta við loft­rým­is­gæsl­una hafi verið tek­in á vett­vangi NATO og Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra hef­ur sagt að hann teldi ekki að hætt hefði verið við vegna Ices­a­ve-deil­unn­ar.

Emb­ætt­ismaður NATO sagði að ákvörðunin hefði verið tek­in á vett­vangi banda­lags­ins. Aðspurður hver hefði átt frum­kvæði að því að ekk­ert verður af komu bresku flugsveit­ar­inn­ar, sem átti að koma hingað í des­em­ber, sagði hann aðeins að slíka spurn­ingu yrði að bera upp við ís­lensk stjórn­völd.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur greint frá því að stefnt sé að því að spara rúm­lega 100 millj­ón­ir með því að fækka þeim skipt­um sem loft­rým­is­gæsla fer fram úr fjór­um í þrjú. Sparnaður­inn felst ekki bara í að fella niður eina gæslu­lotu, held­ur með því að hinar þjóðirn­ar borga meira.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert