Björgunarsveitir Slysavarnarfélags Landsbjargar á Bíldudal og Tálknafirði voru kallaðar út til að leita að rjúpnaskyttu um sex leytið í kvöld.
Skyttan komst ekki niður klettabelti sem hún var komin fram að, en gat látið vita af sér. Var maðurinn vanur rjúpnaveiðum og vel útbúinn.
Höfðu björgunarsveitarmenn fundið manninn fyrir átta leytið í kvöld þó að aðstæður væru erfiðar og voru með hann á leið til baka.