Sameinast Grímsey og Akureyri?

Frá Grímsey.
Frá Grímsey. mbl.is

Fulltrúar hreppsnefndar Grímseyjarhrepps áttu í gær fund með Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra á Akureyri um mögulega sameiningu Grímseyjar og Akureyrar. Þingmenn úr Norðausturkjördæmi voru viðstaddir fundinn. Að sögn Garðars Ólasonar sveitarstjóra voru viðræðurnar jákvæðar og hyggst Sigrún bæjarstjóri heimsækja eyjarskeggja síðar í mánuðinum til frekari viðræðna. Að sögn Garðars hefur vilji Grímseyinga til sameiningarinnar verið kannaður og eru þeir almennt jákvæðir hugmyndinni. Íbúar í Grímsey eru um 100 og er erfiðleikum bundið fyrir jafnfámennt sveitarfélag að standa undir lögboðinni grunnþjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert