Telja forsendur ríkisstjórnarsamstarfs brostnar

Fé­lag Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Garðabæ tel­ur að all­ar for­send­ur rík­is­stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæðis­flokk­inn séu nú gjör­breytt­ar. Því verði að end­ur­nýja umboð stjórn­mála­flokk­anna allra í síðasta lagi vorið 2009. Þetta var samþykkt á aðal­fundi fé­lags­ins í gær­kvöldi.

„Í þeim sam­drætti sem nú blas­ir við á  Sam­fylk­ing­in að standa vörð um vel­ferðar­kerfi þjóðar­inn­ar. Leita verður allra leiða til þess að draga úr at­vinnu­leysi og sí­vax­andi skulda­byrði heim­il­anna. For­gangs­röðun Sam­fylk­ing­ar­inn­ar verður að halda. Fari svo að vel­ferðar­kerf­inu verði stefnt í hættu, með því að sam­starfs­flokk­ur­inn setji fram kröfu um flat­an niður­skurð eigi að láta brjóta á því.

 Ljóst er að til­trú al­menn­ings á stjórn- og fjár­mála­kerfi þjóðar­inn­ar hef­ur beðið mik­inn hnekki og það er óþolandi að for­svars­menn þjóðar­inn­ar  bendi nú hver á ann­an í leit að söku­dólg­um meðan þjóðin horf­ir for­viða á.

Það er hlut­verk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að leiða þá hreins­un sem óumflýj­an­leg er. Sam­fylk­ing­in er nýr flokk­ur, flokk­ur nýrra tíma og boðberi nýrra stjórn­un­ar­hátta. Sam­fylk­ing­in í Garðabæ tel­ur því eðli­legt að meðal fyrstu aðgerða beiti flokk­ur­inn sér fyr­ir því að bankaráð og banka­stjórn Seðlabank­ans víki.

Hraða verður rann­sókn á banka­hrun­inu og það er ein­föld og eðli­leg krafa að all­ir sem ábyrgð bera og hvar í flokki sem þeir standa, axli þá ábyrgð.

Sam­fylk­ing­in hef­ur leitt og mun leiða umræðuna um aðild að Evr­ópu­banda­lag­inu og ber  því  að hefja aðild­ar­viðræður á næstu mánuðum."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert