Lögreglan á Selfossi er með til skoðunar upptöku af símaviðtali sem starfsmenn útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 áttu við íslenskan karlmann sem segist vera nýnasisti. Í viðtalinu talar maðurinn niðrandi um blökkumenn, m.a. Barack Obama og Paul Ramses.
Í viðtalinu kemur m.a fram að maðurinn hafi fagnað þegar fréttir bárust af því að bandarískir nýnasistar hafi haft í hyggju að ráða Obama af dögum.
Að sögn lögreglu er málið til skoðunar. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um það hvort um hafi verið að ræða refsiverða háttsemi eður ei.