Átak gegn ölvunarakstri

mbl.is/Júlíus

Hafið er sameiginlegt átak lögregluliða á Suðvesturlandi gegn ölvunarakstri en það mun standa til áramóta. Skipulegu eftirliti verður haldið úti á ýmsum tímum sólarhrings og á mismunandi stöðum. Markmið átaksins er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunarakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni. 

Átakið nær einnig til aksturs undir áhrifum fíkniefna en afleiðingar þess geta sömuleiðis verið skelfilegar, að sögn lögreglu,

Þá stefnir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að auknu sýnilegu eftirliti á og við stofnbrautir í sínu umdæmi, inni í íbúðahverfum og við verslunarmiðstöðvar. Þannig muni lögreglan leggja sitt af mörkum til að íbúar og aðrir sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti átt ánægjulegar stundir við jólaundirbúning á komandi vikum.
 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert