ESB-aðild á sama tíma og Króatía?

Olli Rehn
Olli Rehn Reuters

Olli Rehn, sem hefur yfirumsjón með stækkunarmálum Evrópusambandsins innan framkvæmdastjórnar þess, segir að það séu engar flýtileiðir inn í sambandið en að ákveði Íslendingar að sækja um aðild telji hann að samningar geti tekið skamman tíma og Íslendingar jafnvel fengið aðild að sambandinu á sama tíma og Króatía sem almennt er talið að verði 28. aðildarríki ESB. Þetta kemur fram í viðtali við hann sem birt er á fréttavefnum EurActive.com.

Rehn segir í viðtalinu að samvinna Evrópusambandsins við Ísland á grundvelli Evrópska efnahagssvæðisins (EES) hafi gengið vel og að það gæti greitt fyrir aðildarsamningum.

„Ég segi venjulega við vini mína í suðaustanverðri Evrópu að það sé ekki hægt að stytta sér leið að Evrópusambandsaðild og það er satt. En hvað Ísland varðar gæti EES samningurinn nýst sem flýtileið í samningaviðræðum.”

Rehn segist í viðtalinu ekki líta á Ísland sem fátækt land þrátt fyrir efnahagsþrengingarnar hér á landi og að hann eigi ekki von á andstöðu innan Evrópusambandsins við hugsanlega aðild þess.

„Ég finn til samúðar með Íslendingum. Ég finn til samkenndar með þeim og ég geri ráð fyrir að þegar leyst hefur verið úr þeim vanda, sem deilur um ábyrgð á innistæðum á bankareikningum hafa valdið, muni ekkert aðildarríki Evrópusambandsins leggjast gegn aðild Íslands," segir hann.   

Viðtalið við Rehn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert