Fara fram á úttekt á áhrifum skuldbindinga vegna IMF

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/ÞÖK

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur óskað eftir að úttekt verði gerð á því hvaða áhrif skuldbindingar íslenskra stjórnvalda fyrir hönd þjóðarinnar gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, komi til með að hafa á skattbyrði landsmanna til framtíðar.
 
Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Ögmundur Jónasson, ritaði formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis, Pétri Blöndal,  bréf þar sem hann óskaði eftir því að málið kæmi til skoðunar á hjá nefndinni, enda þótt málinu hafi formlega verið vísað til utanríkismálanefndar.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert