Forstjóri FME tali ekki við fjölmiðla

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. mbl.is

 Norðmaðurinn Björn Richard Johansen vann að aðgerðaáætlun fyrir forsætisráðherra um miðjan október. Sýna verður fjölmiðlum að ríkisstjórnin er stolt og er með frumkvæðið, segir í plagginu sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Hinsvegar verði að vernda forstjóra Fjármálaeftirlitsins fyrir fjölmiðlum. 

Fjallað var um plaggið í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Johansen var ráðinn til starfa fyrir forsætisráðuneytið í upphafi bankahrunsins en hann hefur sérhæft sig í upplýsingastjórnun á erfiðum tímum

Kastljós sagði að áætlunin bæri þess vitni að Johansen hafi hernaðarlegan bakgrunn. Blaðið sýni fjölmiðlaáætlun dagsins. Þar komi fram að Geir H. Haarde forsætisráðherra eigi að leggja áherslu á góðan anda í ríkisstjórninni, að erlendir fjölmiðlar fái engin sjónvarpsviðtöl þennan dag og þá ljósmyndaáætlun nefnd. Finna verði svonefnt Kodak-augnablik dagsins. En forsætisráðuneytið hefur sérstakan ljósmyndara, Halldór Kolbeins, á sínum snærum á helstu blaðamannafundum.

Einnig kemur fram að sýna verði fjölmiðlum um heim allan að ríkisstjórnin hafi frumkvæðið og sé stolt í broddi fylkingar. Forsætisráðherrann sé sterkur, ráðherra bankamála sé sterkur sem og forstjóri Fjármálaeftirlitsins en hins vegar eigi að vernda hann fyrir fjölmiðlum. Johansen gegndi áður starfi upplýsingafulltrúa Glitnis í Noregi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert