Forstjóri FME tali ekki við fjölmiðla

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. mbl.is

 Norðmaður­inn Björn Rich­ard Johan­sen vann að aðgerðaáætl­un fyr­ir for­sæt­is­ráðherra um miðjan októ­ber. Sýna verður fjöl­miðlum að rík­is­stjórn­in er stolt og er með frum­kvæðið, seg­ir í plagg­inu sem Rík­is­út­varpið hef­ur und­ir hönd­um. Hins­veg­ar verði að vernda for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fyr­ir fjöl­miðlum. 

Fjallað var um plaggið í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í kvöld. Johan­sen var ráðinn til starfa fyr­ir for­sæt­is­ráðuneytið í upp­hafi banka­hruns­ins en hann hef­ur sér­hæft sig í upp­lýs­inga­stjórn­un á erfiðum tím­um

Kast­ljós sagði að áætl­un­in bæri þess vitni að Johan­sen hafi hernaðarleg­an bak­grunn. Blaðið sýni fjöl­miðlaáætl­un dags­ins. Þar komi fram að Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra eigi að leggja áherslu á góðan anda í rík­is­stjórn­inni, að er­lend­ir fjöl­miðlar fái eng­in sjón­varps­viðtöl þenn­an dag og þá ljós­mynda­áætl­un nefnd. Finna verði svo­nefnt Kodak-augna­blik dags­ins. En for­sæt­is­ráðuneytið hef­ur sér­stak­an ljós­mynd­ara, Hall­dór Kol­beins, á sín­um snær­um á helstu blaðamanna­fund­um.

Einnig kem­ur fram að sýna verði fjöl­miðlum um heim all­an að rík­is­stjórn­in hafi frum­kvæðið og sé stolt í broddi fylk­ing­ar. For­sæt­is­ráðherr­ann sé sterk­ur, ráðherra banka­mála sé sterk­ur sem og for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins en hins veg­ar eigi að vernda hann fyr­ir fjöl­miðlum. Johan­sen gegndi áður starfi upp­lýs­inga­full­trúa Glitn­is í Nor­egi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert