Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, spurði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingar um það á Alþingi í dag hvort rétt væri að stjórnarflokkarnir hefðu náð samkomulagi um breytingar á eftirlaunalögunum svonefndu.
Valgerður sagði, að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið neinar upplýsingar um að frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna væri tilbúið.
Ingibjörg Sólrún svaraði spurninginni ekki beint, en sagðist fullvissa Valgerði um að þingflokkar stjórnarandstöðunnar fengju að sjá slíkt frumvarp áður en það yrði lagt fram á þinginu.