Garðbæingar ánægðir með bæjarfélagið

Garðabær.
Garðabær. www.mats.is

Íbúar Garðabæjar eru ánægðari með sitt sveitarfélag en íbúar nokkurs annars íslensks sveitarfélags sem Capacent Gallup hefur spurt, frá því að fyrirtækið byrjaði að gera viðhorfakannanir fyrir sveitarfélög árið 2003. Þetta segir í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum.

Fram kemur að bæjarbúar séu sérstaklega ánægðir með uppvaxtarskilyrði fyrir börn í bænum og ánægja þeirra með uppvaxtarskilyrði fyrir unglinga hefur aukist frá síðustu könnun sem gerð var árið 2005.

Í tilkynningunni kemur fram að í nýrri könnun sem unnin var fyrir Garðabæ sl. sumar fái bærinn einkunnina 4,5 (á skalanum 1-5) þegar íbúar voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með að búa í Garðabæ.

Þetta er hæsta gildi sem mælst hefur í þjónustukönnunum sem Capacent Gallup hefur gert fyrir íslensk sveitarfélög frá árinu 2003, segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert