Gengur of skammt

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins telur frumvarpið rýrt.
Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins telur frumvarpið rýrt. mbl.is/Ómar

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir til­lögu stjórn­ar­flokk­anna ósköp rýra í roðinu. Hún býst þó engu síður við að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni styðja frum­varp um breyt­ing­ar á eft­ir­launa­lög­um að því er fram kom í frétta­tíma Sjón­varps.

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda­flokks­ins seg­ir sinn flokk sömu­leiðis til­bú­inn að taka frum­varpið til umræðu á þingi.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, tel­ur hins veg­ar stjórn­völd ganga allt of skammt. Gangi breyt­ing­arn­ar í gegn muni ráðherr­ar engu að síður enn hafa það þris­var sinn­um betra en al­menn­ing­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert