Gengur of skammt

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins telur frumvarpið rýrt.
Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins telur frumvarpið rýrt. mbl.is/Ómar

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir tillögu stjórnarflokkanna ósköp rýra í roðinu. Hún býst þó engu síður við að Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum að því er fram kom í fréttatíma Sjónvarps.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins segir sinn flokk sömuleiðis tilbúinn að taka frumvarpið til umræðu á þingi.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur hins vegar stjórnvöld ganga allt of skammt. Gangi breytingarnar í gegn muni ráðherrar engu að síður enn hafa það þrisvar sinnum betra en almenningur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert