Heimsókn Róberts Wessman, fyrrverandi forstjóra Actavis, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, var alfarið að hans frumkvæði. Hann segir að hann hafi ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Ýr Jensdóttur, lækni, verið að kynna mér aðstæður hjá sjúkrastofnunum. Þau hafi komið að verkefni sem snýr að brjóstakrabbameini hjá konum. Þá hafi þau einnig beitt sér fyrir rannsóknarsamstarfi á milli Háskólans í Reykjavík og eins virtasta háskólasjúkrahúss í Bandaríkjunum.
Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi í morgun út í hvers vegna auðmaður heimsækti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
„Ef um semst við þessa leiðandi heilbrigðisstofnun í Bandaríkjunum þá væri um að ræða tveggja ára rannsóknarverkefni sem að kæmu heilbrigðisstofnanir á Íslandi, Háskólinn í Reykjavík og aðrir aðilar sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Það væri mikill fengu að því að ná svona samstarfi við þetta virtan aðila og væri atvinnuskapandi fyrir Ísland. Og vonandi leiða niðurstöður rannsóknarverkefnisins til betri þjónustu við sjúklinga á Íslandi og mun hugsanlega skapa jafnframt fleiri tækifæri á heilbrigðissviði fyrir Íslendinga, þegar fram líða stundir,“ segir Róbert.