Réðust á menn með golfkylfum

Lögreglan.
Lögreglan.

Maður ligg­ur þungt hald­inn á sjúkra­húsi eft­ir átök sex manna í Breiðholt­inu í nótt. Talið var að maður­inn væri háls­brot­inn, en nú er ljóst að svo er ekki. Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing um átök­in rúm­lega þrjú í nótt. Flest bend­ir til að fjór­ir menn hafi lagt til at­lögu við tvo menn sem þeir áttu óupp­gerðar sak­ir við og var golf­kylf­um og sleggj­um beitt í átök­un­um. Þrír voru hand­tekn­ir og komst einn und­an á flótta.

Lög­regl­an tel­ur að setið hafi verið fyr­ir mönn­un­um tveim­ur og að hér hafi verið á ferðinni átök á milli tveggja hópa.

Menn­irn­ir sem komu við sögu voru all­ir Íslend­ing­ar. 

Þá tók lög­regl­an tvo öku­menn grunaða um ölv­un við akst­ur og þann þriðja und­ir áhrif­um fíkni­efna í nótt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert