Sérsveit hærra launuð

mbl.is/Júlíus

Meðlim­ir í sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra, sem nú eru 41 tals­ins, fá ríf­lega 14% hærri laun en aðrir lög­reglu­menn. Á síðasta ári höfðu þeir að meðaltali tæp­ar 618.000 krón­ur í mánaðarlaun, en aðrir lög­reglu­menn um 540.000 krón­ur. Þetta kom fram í svari Björns Bjarna­son­ar dóms­málaráðherra á Alþingi í gær, við fyr­ir­spurn Kol­brún­ar Hall­dórs­dótt­ur, þing­manns Vinstri-grænna.

Þá kom fram að rekst­ar­kostnaður sér­sveit­ar­inn­ar jókst um 62,5% í krón­um talið frá 2005 til 2007. Var um 256 millj­ón­ir króna árið 2005 en 415 millj­ón­ir árið 2007. Af svar­inu mátti einnig ráða að lang­flest verk­efni sér­sveit­ar­manna eru al­menn lög­reglu­verk­efni og að um eða und­ir 25% af vinnu­tíma þeirra fer í þjálf­un.

Aðspurð seg­ir Kol­brún það hafa vakið at­hygli sína að þeir sem beri byss­urn­ar séu hærra metn­ir en aðrir í laun­um. Hún tek­ur held­ur ekki al­farið und­ir að áhættu­sam­ari störf þeirra rétt­læti þenn­an launamun. Kol­brún seg­ist ekki sjá skýr­an áhættumun á því t.d. að gæta ör­ygg­is stjórn­mála­manna á kreppu­tím­um eða ganga um göt­ur miðborg­ar­inn­ar að næt­ur­lagi um helg­ar.

Þá seg­ir hún óæski­legt að gjá mynd­ist á milli mis­mun­andi deilda inn­an lög­regl­unn­ar, og tor­tryggni þar með, vegna elítu­mynd­un­ar. Full­kom­inn trúnað þurfi milli rík­is­lög­reglu­stjóra og al­mennra embætta og lög­regl­an að starfa sem ein heild.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert