Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa rætt saman undanfarna daga um möguleikann á því að flytja tillögu um vantraust á ríkisstjórnina, sem allra fyrst. Fram kemur á vefritinu Smugunni, að hugsanlegt sé að vantrauststillagan komi fram á Alþingi strax í dag.
Í slíkri tillögu yrði lagt til að þing verði rofið innan tíðar og kosningar til Alþingis verði á fyrstu mánuðum næsta árs en ekki í vor.