Vantrauststillaga komin fram

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðustóli Alþingis.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðustóli Alþingis.

Tillögu til þingsáyktunar um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar var dreift á Alþingi í dag.

Flutningsmenn tillögunnar eru Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Þar segir: Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið fyrir 31. desember og efnt  til almennra þingkosninga í framhaldinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert