Fanganum sleppt

Haukur Hilmarsson utan við lögreglustöðina eftir að hann var látinn …
Haukur Hilmarsson utan við lögreglustöðina eftir að hann var látinn laus. mbl.is/Júlíus

Hauki Hilm­ars­syni, sem hand­tek­inn var í gær vegna mót­mæla við Alþing­is­húsið fyr­ir hálf­um mánuði, var sleppt nú laust fyr­ir klukk­an 18 en hóp­ur fólks hafði staðið fyr­ir mót­mæl­um utan við lög­reglu­stöðina við Hverf­is­götu og kraf­ist lausn­ar manns­ins. Óþekkt­ur aðili mun hafa borgað sekt fyr­ir Hauk.

Allt mun nú dottið í dúna­logn við lög­reglu­stöðina þar sem hafa verið mik­il há­reysti og pústr­ar í hátt í tvær klukku­stund­ir og var fjöld­inn á fimmta hundrað þegar mest lét. Mót­mæl­un­um linnti þegar Hauk­ur gekk út með klút fyr­ir and­lit­inu og var hon­um ákaft fagnað.

Sjálf­ur sagðist Hauk­ur ekki vita hver hefði borgað sekt­ina fyr­ir hans hönd og sjálf­ur hefði hann kosið, að sitja hana af sér í fang­elsi.

Hauk­ur  dró Bón­us­fána að húni á þaki Alþing­is fyr­ir tveim­ur vik­um. Hann var hand­tek­inn í gær­kvöld eft­ir vís­inda­ferð nem­enda Há­skóla Íslands í Alþingi. Hauk­ur átti þá eft­ir að afplána fjór­tán daga af göml­um átján daga sekt­ar­dómi sem hann fékk árið 2005  vegna aðgerða sam­tak­anna Sa­ving Ice­land sem berj­ast gegn virkj­un­um.

Hauk­ur neitaði þá að borga og var  boðaður tveim árum seinna í afplán­un, mætti og sat inni í fjóra daga  en var svo sleppt vegna pláss­leys­is. 

Tals­verðrar óánægju gætti vegna hand­tök­unn­ar meðal þeirra, sem tóku þátt í mót­mæla­fundi á Aust­ur­velli í dag og og vék Hörður Torfa­son, fund­ar­stjóri, að henni þegar hann ávarpaði fund­inn. „Við erum ekki hrif­in af því að fólk í þessu landi fái ekki að tjá sig. Það á ekki að líðast að mót­mæl­andi sé hand­tek­inn dag­inn fyr­ir úti­fund,“ sagði Hörður. Í kjöl­farið hvatti hann viðstadda til að mót­mæla þeirri aðgerð.

Hauki fagnað þegar hann kemur út úr lögreglustöðinni.
Hauki fagnað þegar hann kem­ur út úr lög­reglu­stöðinni. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert