Myndskeið á vefsíðu G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar og fyrrverandi sjónvarpsfréttamanns hjá RÚV, hefur vakið talsverða athygli í bloggheimum í dag. Þar má sjá viðtal sem G. Pétur tók við Geir H. Haarde forsætisráðherra í janúar 2007.
Í myndskeiðinu, sem sett var á síðuna í gær, spyr G. Pétur Geir um stöðu krónunnar og mögulega upptöku evru en á endanum neitar Geir að svara frekari spurningum fréttamannsins.
Á bloggsíðunni segir G. Pétur: „En af því að nú er líka talað um ábyrgð fjölmiðla þá sýnir þetta myndband nú svolítið við hvað er að etja. Ég er ekki að afsaka fjölmiðla. Þeir og þar á meðal ég sjálfur, féllu á prófinu. Stærsta ástæða þess er samt sú að íslenskri fjölmiðlar eru alltof veikburða og stjórnmálamenn/auðmenn eru í sífellu að reyna að stjórna fjölmiðlum. Og þeir vilja stjórna því um hvað er spurt.“
Vefsíða G. Péturs Matthíassonar