Götusmiðjan hefur verið valin til samstarfs við samtökin Herbalife Family Foundation í Bandaríkjunum, en ákvörðun um það var tekin í höfuðstöðvum samtakanna í Los Angeles fyrir helgi. Samstarfinu fylgja umtalsverðir styrkir til reksturs Götusmiðjunnar, í formi fastra árlegra greiðslna og uppbyggingar við heimilið.
Á heimasíðu Götusmiðjunnar segir að fjárhagsaðstoðin muni renna stoðum undir stækkun og enn betri aðbúnað fyrir skjólstæðinga smiðjunnar. Þá sé það von Casa Herbalife að draumverkefni Götusmiðjunnar eins og uppsetning upptökuvers, tómstundaherbergis og annars uppbyggjandi starfa verði að veruleika.