Hópur reyndra flugfreyja og flugþjóna búa sig nú undir störf í Nígeríu í pílagrímaflugi fyrir erlent flugfélag fram yfir áramót. Hópurinn hittist í kennsluhúsnæði Keilis í Reykjanesbæ til að búa sig undir þetta mikla ævintýri, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta.
Verkefnið bar þannig að að leitað var til Sigurlaugar Sverrisdóttur, sem er reynd flugfreyja, um að útvega hóp með tiltölulega stuttum fyrirvara. Það hafðist á aðeins örfáum dögum. Einnig kemur fram að greiðsla til hópsins verður í erlendri mynt og því ástæða til að gleðjast aukinni viðbót í gjaldeyrisforðann.