Mikil aukning í Odda

„Við höfum fundið fyrir verulegri aukningu,“ sagði Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Prentsmiðjunnar Odda. Í október varð 30% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Hann sagði að sér sýndist að ekki yrðu minni umsvif í nóvember.

Mikið af prentun sem áður var unnin í útlöndum sé nú að flytjast hingað til lands. Það á fyrst og fremst við um stærri verkefni bæði í prentun umbúða, t.d. utan um sjávarafurðir, og stórar bókaprentanir. „Það sem við finnum mest fyrir eru sjávarútvegsfyrirtækin. Þau komu fyrst. Alls staðar sem við höfum verið að keppa við innflutning finnum við fyrir mikilli aukningu,“ sagði Jón Ómar. Hann sagði Odda hafa getað mætt aukinni eftirspurn eftir prentun. Ekki hefur staðið á útvegun hráefnis á borð við pappír til aukinna verkefna.

Jón Ómar að óneitanlega væri samdráttur á sumum sviðum prentunar meðan aukning væri á öðrum sviðum. Það hefur þýtt að fyrirtækið hefur getað flutt starfsfólk á milli verkefna.

Fullt af verkefnum að koma heim núna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka