Reynt að stýra ferjumálum í höfn

Skrifað undir samning um Landeyjarhöfn og Bakkafjöruveg fyrr á þessu …
Skrifað undir samning um Landeyjarhöfn og Bakkafjöruveg fyrr á þessu ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ráðgert var að Land­eyja­höfn yrði til­bú­in síðla sum­ars 2010 og enn er stefnt að því að sú áætl­un hald­ist. Þar sem nú ligg­ur fyr­ir að ný ferja verður ekki til­bú­in á þeim tíma er nauðsyn­legt að leita annarra leiða, seg­ir á heimasíðu Sigl­inga­stofn­un­ar.

Stýri­hóp­ur um Land­eyja­höfn hef­ur einkum rætt tvo mögu­leika: Ann­ars veg­ar að nota gamla Herjólf, hins­veg­ar að leigja tíma­bundið ann­ars staðar frá ferju sem hent­ar aðstæðum bet­ur. Herjólf­ur rist­ir rúma 4 metra á meðan gengið var út frá því að heppi­leg ferja risti ekki dýpra en 3,3 metra. Vegna djúpristu Herjólfs eru frá­taf­ir áætlaðar 5-10% af tím­an­um og yfir vetra­mánuðina jafn­vel upp í 20%. Svo mikl­ar frá­taf­ir eru ekki viðun­andi kost­ur.

Því er ætl­un­in að hefja leit að leigu­ferju þar sem frá­taf­ir væru svipaðar og upp­haf­lega var lagt af stað með 3%. Ef sú leit skil­ar ekki viðun­andi ár­angri verður reynt að nota gamla Herjólf. Til að lág­marka óhjá­kvæmi­leg­ar frá­taf­ir myndi hann sigla til Land­eyja­hafn­ar frá apríl fram í nóv­em­ber en yfir vetr­ar­mánuðina til Þor­láks­hafn­ar þegar tíðarfar er rysj­ótt­ara.
 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert