Reynt að stýra ferjumálum í höfn

Skrifað undir samning um Landeyjarhöfn og Bakkafjöruveg fyrr á þessu …
Skrifað undir samning um Landeyjarhöfn og Bakkafjöruveg fyrr á þessu ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ráðgert var að Landeyjahöfn yrði tilbúin síðla sumars 2010 og enn er stefnt að því að sú áætlun haldist. Þar sem nú liggur fyrir að ný ferja verður ekki tilbúin á þeim tíma er nauðsynlegt að leita annarra leiða, segir á heimasíðu Siglingastofnunar.

Stýrihópur um Landeyjahöfn hefur einkum rætt tvo möguleika: Annars vegar að nota gamla Herjólf, hinsvegar að leigja tímabundið annars staðar frá ferju sem hentar aðstæðum betur. Herjólfur ristir rúma 4 metra á meðan gengið var út frá því að heppileg ferja risti ekki dýpra en 3,3 metra. Vegna djúpristu Herjólfs eru frátafir áætlaðar 5-10% af tímanum og yfir vetramánuðina jafnvel upp í 20%. Svo miklar frátafir eru ekki viðunandi kostur.

Því er ætlunin að hefja leit að leiguferju þar sem frátafir væru svipaðar og upphaflega var lagt af stað með 3%. Ef sú leit skilar ekki viðunandi árangri verður reynt að nota gamla Herjólf. Til að lágmarka óhjákvæmilegar frátafir myndi hann sigla til Landeyjahafnar frá apríl fram í nóvember en yfir vetrarmánuðina til Þorlákshafnar þegar tíðarfar er rysjóttara.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert