Maður slapp naumlega frá því að slasast þegar kranabíll sem hann stýrði lenti ofan í höfninni við Hvammstanga núna síðdegis. Þannig vildi til að verið var að hífa bát upp úr höfninni þegar eitthvað fer úrskeiðis og bíllinn seig á hliðina. Við það fór báturinn út í og svo bíllinn á eftir, en að sögn lögreglunnar á Blönduósi varnaði báturinn því að maðurinn lenti undir bílnum.
Eftir sem áður lenti maðurinn í sjónum og varð því blautur og kaldur, en slapp við meiðsli. Verið er að vinna að því núna að draga bílinn aftur upp úr höfninni.