Viðrar vel til mótmæla

Gjörningur á Austurvelli
Gjörningur á Austurvelli Mbl.is/Júlíus

Fólk er nú byrjað að safnast saman á Austurvelli þar sem mótmæli hefjast nú klukkan 15, sjöunda laugardaginn í röð. Lúðrasveit Íslands leikur nú ættjarðarlög til upphitunar fyrir mótmælin og mikil stemning að myndast, en búast má við því að a.m.k. jafnmargir mæti og síðasta laugardag þegar áætlað var að um 6.000 manns mótmæltu.

Við Austurvöll má einnig berja augum þennan bíl sem er ansi illa leikinn. Þarna mun þó ekki vera um eignarspjöll að ræða heldur friðsamlegan gjörning í tengslum við mótmælin.

Mótmælafundurinn hefst svo með baráttuljóði sem Hjalti Rögnvaldsson flytur. Ræðumenn dagsins eru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, Katrín Oddsdóttir laganemi og Gerður Pálma, atvinnurekandi frá Hollandi. Mótmælunum er útvarpað beint á Rás2. Á sama tíma fer einnig fram mómtælafundur á Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert