Prestur fagnar úrsögnum úr þjóðkirkjunni

Hjörtur Magni Jóhannsson.
Hjörtur Magni Jóhannsson.

Séra Hjört­ur Magni Jó­hann­es­son prest­ur Frí­kirkj­unn­ar í Reykja­vík sagði í pré­dik­un í dag að það væru góðar frétt­ir fyr­ir kristni í land­inu að þúsund­ir manna hefðu skráð sig úr þjóðkirkj­unni á síðustu árum.

„Alls staðar í heim­in­um þar sem rík­is­kirkj­ur eins og þjóðkirkj­ur eru enn starf­andi eru þær á hröðu und­an­haldi og skaða trú­verðug­leika kristn­inn­ar í upp­lýst­um sam­fé­lög­um. Það sem held­ur þeim gang­andi eru millj­arða fram­lög frá rík­inu um­fram önn­ur trú­fé­lög og þau skaðast af," sagði Hjört­ur Magni í pré­dik­un sem sem út­varpað var í Rík­is­út­varp­inu.

„Hér áður fyrr voru rík­is­kirkj­ur eins kon­ar stjórn­un­ar­tæki í hönd­um veik­b­urða stjórn­valda. Það er ekki ásætt­an­legt að mál­efni krist­inn­ar kirkju, friðar­höfðingj­ans Jesú Krists, séu í sömu skrif­borðsskúff­um og vopnaðar ör­ygg­is­sveit­ir sem beita tára­g­asúðum eða toll­v­arða- og lög­reglu­v­arðsveit­ir  dóms- og kirkju­málaráðuneyt­is. Það geng­ur ekki upp."

Hjört­ur Magni sagði að trú­mál væru einka­mál og við þyrft­um ekki „ráðuneyti einka­mála í hinu nýja Íslandi."

„Með gagn­rýni minni á þjóðkirkj­una, sem er í raun stofn­un sem rek­in er af hinu op­in­bera, fær umboð sitt fyrst og fremst frá hinu ver­ald­lega valdi og er sem úti­bú rík­is­stjórn­ar frá ráðuneyti Björn Bjarna­son­ar dóms- og kirkju­málaráðherra, þá er ég með gagn­rýni minni að upp­fylla mín­ar evangelísku lúth­ersku trú­ar­legu skyld­ur sem ættu því að vera lögv­arðar sam­kvæmt stjórn­ar­skrá rétt eins og lýðræðið sjálft. Við erum, þó því sé ekki mikið haldið á lofti, mót­mæl­enda­kirkja."

Hjört­ur Magni sagði að sín evang­el­s­íka kirkja byggi ekki við þá vernd­un sem stjórn­ar­skrá­in kvæði á um held­ur hefði hún búið við hróp­legt mis­mun­un af hálfu hins op­in­bera og þjóðkirkj­unn­ar. 

„Sú lagaum­gjörð sem er í gildi í dag um þjóðkirkju og önn­ur trú­fé­lög út frá því, er hvorki í sam­ræmi við ákvæði stjórn­ar­skrár né í sam­ræmi við grund­vall­ar­atriði þeirr­ar evangelísku lúth­ersku­trú­ar sem þjóðkirkj­an er sögð játa."

Hann sagði að lög­in sem að baki lægju væru úr sömu smiðju og kvóta­lög­gjöf­in. Hann sagði að lög­in væru byggð á hug­mynd um  kirkju­sögu­leg­an arf þjóðar­inn­ar sem safn­ast hefði upp í þúsund ár. „Arf­ur­inn er ekki greidd­ur út til erf­ingj­anna sem er auðvitað öll hin ís­lenska þjóð sem borgað hef­ur sinn þvingaða kirkju­skatt í ald­anna rás. Nei, með lög­un­um sem sett voru fyr­ir um 11 árum síðan, var búið til sér­fé­lag einka­erf­ingja alls kirkju­sögu­legs arfs þjóðar­inn­ar sem er í dag hin rík­is­rekna þjóðkirkju­stofn­un; eins kon­ar sér­trú­ar­fé­lag rík­is­ins. Og sá einka­erf­ingja­klúbb­ur var ekki skil­greind­ur út frá þeirri trú sem trú­fé­lög skil­greina sig al­mennt út frá. Nei, sá einka­erf­ingja­klúbb­ur alls kirkju­sögu­legs arfs, sem nú nem­ur eitt­hvað á fimmta millj­arð króna ár hvert, hann er val­inn vegna stærðar­inn­ar og sér­stakra tengsla við rík­is­stjórn þess tíma."

Hann sagði að með lög­gjöf sem sett hefði verið á síðustu árum hefði verið stigið mörg skref í átt til myrkra miðalda hvað varðar trú­fé­laga­frelsi og jafn­ræði trú­fé­laga.

Hjört­ur Magni sagði að tal „kirkju­stofn­un­ar­inn­ar" hefði allt og oft ein­kennst af „niður­drep­andi tali um synd, iðrun, sekt og yf­ir­bót" Sagði hann að mik­ill meiri­hluti þjóðar­inn­ar væri sak­laus og án sekt­ar á því sem gerst hefði í efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar. „Við meg­um ekki fest­ast í sekt­ar­kennd að sjálfá­sök­un­ar­hugs­un­um. ... Við höf­um enga þörf fyr­ir sekt­ar- og synda­tala á þess­um kreppu­tím­um þegar krepp­ir að okk­ur í þessu dimma skamm­degi. Við þurf­um von. Við þurf­um bjarta framtíðar­sýn, birtu upp­örvun og hvatn­ingu."

Hann sagði að við þyrft­um að end­ur­meta hug­mynda­fræðina sem nú hefði beðið skip­brot. „Það fel­ast mörg óvænt og spenn­andi í því tæki­færi í því upp­lausn­ar­ástandi sem nú rík­ir."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert