Rætt um vantrauststillögu á morgun

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Brynjar Gauti

Umræður verða á Alþingi á morg­un um van­traust­stil­lögu formanna stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna á rík­is­stjórn­ina. Hefst umræðan klukk­an 13:30 og mun standa fram eft­ir degi. Rík­is­út­varpið mun út­varpa og sjón­varpa frá umræðunni. 

Þau Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, Val­gerður Sverr­is­dótt­ir og Guðjón Arn­ar Kristjáns­son leggja til­lög­una fram en þar er lagt til að Alþingi  lýsi van­trausti á rík­is­stjórn­ina og leggi til að þing verði rofið 31. des­em­ber og efnt til al­mennra þing­kosn­inga í fram­hald­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert