Rætt um vantrauststillögu á morgun

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Brynjar Gauti

Umræður verða á Alþingi á morgun um vantrauststillögu formanna stjórnarandstöðuflokkanna á ríkisstjórnina. Hefst umræðan klukkan 13:30 og mun standa fram eftir degi. Ríkisútvarpið mun útvarpa og sjónvarpa frá umræðunni. 

Þau Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Sverrisdóttir og Guðjón Arnar Kristjánsson leggja tillöguna fram en þar er lagt til að Alþingi  lýsi vantrausti á ríkisstjórnina og leggi til að þing verði rofið 31. desember og efnt til almennra þingkosninga í framhaldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert