Erlendir miðlar segja frá mótmælunum

Erlendir fjölmiðlar segja frá því að hundruðir hafi safnast við …
Erlendir fjölmiðlar segja frá því að hundruðir hafi safnast við lögreglustöðina Mbl.is/Júlíus

Greint er frá mót­mæl­um Íslend­inga í gær í fjöl­mörg­um er­lend­um fjöl­miðlum í dag. Einkum eru það há­reist­in við lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu sem vekja at­hygli, t.d. á vef BBC sem seg­ir frá því að fimm manns hafi slasast þegar lög­regl­an beitti piparúða gegn fólki.

Á síðu Politiken er vitnað í danska sendi­herr­ann á Íslandi, Lasse Reimann, sem seg­ir að reiði Íslend­inga fari vax­andi. Han lýs­ir því að gremj­an hafi skinið úr hverju and­liti sem mætti hon­um á leið á Aust­ur­völl í gær. „Mót­mæl­in hvern laug­ar­dag eru út­rás fyr­ir gremju, sem síðan breyt­ist í bræði. Mörg­um finnst að þær aðstæður sem Ísland er lent í verði að hafa ein­hverj­ar af­leiðing­ar fyr­ir þá sem tóku ákv­arðan­irn­ar,“ seg­ir Reimann í viðtali við Politiken.

Hann seg­ir jafn­framt að á end­an­um hljóti mót­mæl­in að hafa póli­tísk­ar af­leiðing­ar, eng­in geti til langs tíma hunsað mót­mæli svo margra.

Á norska vefn­um E24 er sagt að mót­mæli Íslend­inga vegna fjár­málakrepp­unn­ar hafi hingað til verið friðsam­leg en í gær hafi það endað. Þess sé m.a. kraf­ist að seðlabanka­stjórn­in segi af sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka