Bankaleyndina burt

Margrét Pétursdóttir sagði ekki mega svíkja þá sem búa við …
Margrét Pétursdóttir sagði ekki mega svíkja þá sem búa við verstu kjörin. Morgunblaðið/ Golli

Traustið er brostið sagði Margrét Pétursdóttir verkakona og spurði Geir H. Haarde, forsætisráðherra hvort ekki væri kominn tími til að hreinsa út úr seðlabankanum og víkja svo sjálfur.

Verkalýðsfélög séu enn rétt að ranka við sér úr doða og þeim sé líka um að kenna að traustið sé brostið. Fólkið sem búi við verstu kjörin sé fólkið sem ekki mátti svíkja eða taka frá traust. Þeirra sé ekki glæpurinn og þeirra vegna þurfi að fara í aðgerðir strax. Sárast sé þó að sjá Alþingi lamað og lúið og stjórnandstöðunni sé líka að kenna að traustið sé brostið. „Er stjórnarandstaðan líka tilbúin að víkja ef almenningur gerir þá kröfu?“ spurði Margrét. Strax eigi að fara í eignaupptöku hjá þeim sem að útrásinni stóðu því að slóðin sé að kólna. Nú ríkir hvorki skattaleynd né  launaleynd og bankaleyndin skuli burt líka. Það sé ekkert annað en efnahagslegt ofbeldi sem við séum að upplifa núna.

Margrét fékk  þá fólk í sal til að rísa úr sætum sínum. „Svona auðvelt er fyrir karl að standa upp úr valdastóli og láta af hendi til konu,“ sagði hún og uppskar mikið lófatak frá salnum. Við hefðum ekki efni á að sniðganga annað kynið þegar kæmi að uppbyggingu hins nýja Íslands. Nú sé lag að kollvarpa viðvarandi óréttlæti. Sterk réttlætiskennd þess fólks sem mæti á mótmæla- og baráttufundi geri hana hins vegar stolta af þeirri þjóð sem hún sé að kynnast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert