Bílvelta í Mývatnssveit

Flúgandi hálka er á vegum í Mývatnssveit.
Flúgandi hálka er á vegum í Mývatnssveit.

Jepplingur valt á veginum milli bæjanna Kálfastrandar og Garðs í Mývatnssveit um áttaleytið í kvöld. En fljúgandi hálka var á veginum að sögn lögreglu. Hjón voru í bílnum og slasaðist konan, en maðurinn slapp ómeiddur.

Sjúkrabíll frá Húsavík var sendur á vettvang og fengin til að fara með hina slösuðu á sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki var þó talið að meiðsl konunnar væru alvarleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert