Birkir Jón sækist eftir varaformannsembættinu

Birk­ir Jón Jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur ákveðið að bjóða sig fram í embætti vara­for­manns flokks­ins á kom­andi flokksþingi. Seg­ist hann hafa fengið marg­ar áskor­an­ir um að sækj­ast eft­ir for­ystu­hlut­verki í Fram­sókn­ar­flokkn­um á næsta flokksþingi sem haldið verður í janú­ar 2009.
 
„Að und­an­förnu hef ég fengið marg­ar áskor­an­ir um að sækj­ast eft­ir for­ystu­hlut­verki í Fram­sókn­ar­flokkn­um á næsta flokksþingi sem haldið verður í janú­ar 2009. Mér þykir vænt um þá hvatn­ingu og stuðning­inn sem í henni felst. Jafn­framt tel ég að ungt fólk eigi að ganga fram fyr­ir skjöldu eins og ástatt er því að næstu kosn­ing­ar munu frem­ur en áður snú­ast um lausn­ir og hvert beri að stefna til framtíðar. Á þess­um tíma­mót­um á Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn að standa und­ir nafni og sækja fram, vera skýr val­kost­ur í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Ég treysti mér til slíkra verka og vil leggja mitt af mörk­um til að sam­eina fram­sókn­ar­menn um nauðsyn­leg úr­lausn­ar­efni og vinna í sam­hentri for­ystu fyr­ir flokk­inn.
 
Að vel ígrunduðu máli er það niðurstaða mín að bjóða mig fram til vara­for­manns fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn á kom­andi flokksþingi.
 
Ég er 29 ára gam­all, bor­inn og barn­fædd­ur Sigl­f­irðing­ur. Ég hef setið á Alþingi sl. 5 ár og verið treyst þar til ábyrgðar­mik­illa starfa. Ég hef reynslu af þátt­töku í bæði stjórn­ar­meiri­hluta og því mik­il­væga hlut­verki að veita aðhald í stjórn­ar­and­stöðu," að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Birki Jóni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka