Óhapp varð í höfninni á Hvammstanga í dag er bílkrani sem nota átti við sjósetningu báts lenti ofan í sjónum ásamt bátnum. Stjórnandi kranans lenti einnig i sjónum en náði að forða sér áður en báturinn sökk. Björgunarsveitin á Hvammstanga er að aðstoða við björgun bátsins með mun öflugri krana en áður hafði verið notaður við verkið.
Báturinn kom frá Akranesi og átti að sigla honum til Skagastrandar.