Talið er að um 300-350 manns séu á Ingólfstorgi þar sem útifundur BSRB og fleiri samtaka er nýhafinn. Fjölgar fundargestum hratt. Í fundarboði segir að fundurinn sé haldinn vegna óvissuástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar, kjaraskerðingar, og hugmynda stjórnvalda um stórkostlegan niðurskurð á útgjöldum til velferðar.