Húsfyllir í Háskólabíói

Húsfyllir er í Háskólabíói.
Húsfyllir er í Háskólabíói. Morgunblaðið/ Golli

Húsfyllir er á borgarafundi sem hófst í Háskólabíói klukkan átta í kvöld Sjö ráðherrar voru mættir á fundinn, en í þeim hópi voru bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra.  Umræðuefnið er ástand efnahagsmála og höfðu aðstandendur fundarins boðið öllum ráðamönnum þjóðarinnar: ríkisstjórn, alþingismönnum og svo Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, að mæta á fundinn.

Auk forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru á fundinum Árni Matthíasson fjármálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Össur G. Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Kristján L. Möller samgönguráðherra. 

Uppi á sviðinu í Háskólabíó voru stólar sérmerktir ráðherrunum og fimmtíu og einn stóll til viðbótar fyrir þingmenn. Er anddyri hússins einnig troðfullt og getur fólk fylgst þar með fundinum á sjónvarpskjám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert