Á sama tíma og deilt er um hversu langt eigi að ganga í virkjun jarðhitans á vissum jarðhitasvæðum á Íslandi er ekkert lát á áhuga erlendra aðila á þessum orkukosti.
Þannig er fjallað um litla hitaveitu Gunnars Ingvarssonar í sérstöku myndskeiði á vef CNN-sjónvarpsstöðvarinnar og þau orð höfð eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að um 100 ríki geti fylgt fordæmi Íslendinga og sótt meiri orku í jarðhitann.
Áhugasamir geta nálgast myndskeiðið hér.