Kristinn andvígur vantrausti

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina, sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þar á meðal Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, lögðu fram. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um tillöguna.

Sagði Kristinn, að það væri andstætt hagsmunum þjóðarinnar, ef þing yrði rofið nú og boðað til alþingiskosninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert