Kvótakerfið varðaði veginn

Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason. mbl.is/Golli

Há­skóla­bíó hef­ur reynst of lít­il bygg­ing fyr­ir borg­ar­a­fund­inn sem stend­ur yfir í kvöld. Stóri sal­ur­inn er troðfull­ur af fólki og sömu­leiðis and­dyrið. Fólk hef­ur þurft frá að hverfa vegna pláss­leys­is.

„Stjórn­mál og viðskipti eru óholl blanda, eitt sinn voru helm­inga­skipti regl­an á Íslandi. Kaup kaups,” sagði Þor­vald­ur Gylfa­son hag­fræðipró­fess­or í fram­söguræðu á opn­um borg­ar­a­fundi í Há­skóla­bíó fyr­ir stundu. Hann sagði einka­væðing­unni hafa verið ætlað að upp­ræta þessa skip­an, skerpa skil­in milli þess­ara greina, til að dreifa valdi á fleiri og hæf­ari handa.

„Rík­is­stjórn­in brást þessu ætl­un­ar­verki, tók sjálfa sig fram fyr­ir og af­henti rík­is­bank­ana mönn­um sem voru hand­gengn­ir stjórn­ar­flokk­un­um og höfðu enga reynslu af banka­rekstri,” sagði hann og bætti því við að stjórn­völd hafi ekki hafst neitt að þegar bank­arn­ir fóru offari, stífl­an hafi brostið.

Þá talaði Þor­vald­ur um pen­inga­mála­stefnu síðustu ára og banka­stjórn Seðlabank­ans. „Þrákelkni yf­ir­valda fyr­ir hönd krón­unn­ar hef­ur teflt fjár­hags­legu sjálf­stæði lands­ins í tví­sýnu, a.m.k. um sinn. Rík­is­stjórn­ina brest­ur þor til að skipta um stjórn í Seðlabank­an­um, þótt banka­stjórn­in hafi hvað eft­ir annað gert sig seka um al­var­leg mis­tök, sem hafa ásamt öðru svert nafn Íslands í út­lönd­um. Banka­stjórn­in verður að víkja án frek­ari taf­ar,” sagði Þor­vald­ur.

Að þessu mæltu hóf fólk í saln­um að klappa. Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra klappaði m.a. með, þar sem hann sat uppi á sviði. Stand­andi fagnaðarlæti brut­ust út í öll­um saln­um við þessa setn­ingu svo Þor­vald­ur þurfti að gera hlé á máli sínu.

„Fyr­ir­hugaður flutn­ing­ur Fjár­mála­eft­ir­litið til Seðlabanka herðir enn kröf­una á því að rík­is­stjórn­in víki, sagði Þor­vald­ur þá. „Það vek­ur von að IMF vilji gera ör­ygg­is­út­tekt á Seðlabank­an­um.“

Þor­vald­ur hélt áfram og talaði um kvóta­kerfið, sem hann sagði upp­haf ófar­anna. „Kvóta­kerfið varðaði veg­inn inn í sjálf­töku­sam­fé­lagið,” sagði hann. Sú rang­láta ákvörðun að af­henda út­völd­um aðilum auðlind­ir hafs­ins, skerti sýn stjórn­valda svo önn­ur brot fengu einnig að viðgang­ast að sögn Þor­vald­ar. Þá tók hann dæmi um póli­tíska spill­ingu við einka­væðingu bank­anna. „Vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins hagnaðist svo á einka­væðingu Búnaðarbank­ans að hann keypti sér þjóðarflug­fé­lagið í kjöl­farið. Lét skipa sig Seðlabanka­stjóra í millitíðinni en ent­ist ekki lengi í því lág­launa­basli sem þar ríkti,” sagði Þor­vald­ur. Hann sagði fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins einnig hafa orðið millj­arðamær­ing við einka­væðing­una.

„Nú býðst rík­is­stjórn­in sjálf til að rann­saka. Við þurf­um enga hvítþvott­ar­bók frá rík­is­stjórn­inni. Frek­ar þarf sann­leiks- og sátta­nefnd með er­lend­um sér­fræðing­um. Við þörfn­umst slíkr­ar nefnd­ar til að end­ur­heimta traustið sem við þurf­um að geta borið hvert til ann­ars, og traust um­heims­ins. Far­sæl sam­fé­lagsþróun útheimt­ir að sag­an sé rétt skráð og öll­um hliðum henn­ar til haga haldið. Bankakreppa á Íslandi er ekki einka­mál Íslend­inga. Íslend­ing­ar og um heim­ur­inn þurfa að vita hvort orðróm­ur­inn á við rök að styðjast og hvað fór úr­skeiðis,” sagði Þor­vald­ur.

„Í þroskuðu lýðræðis­ríki gæti það ekki gerst að formaður stjórn­mála­flokks skipaði sig seðlabanka­stjóra án mót­mæla, annarra stjórn­mála­flokka eða fjöl­miðla."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert