Önnum kafin við björgunarstörf

Geir H. Haarde, forsætisráðherra á Alþingi í dag.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, gagn­rýndi á Alþingi í dag, að stjórn­ar­andstaðan sæi ástæðu til að leggja fram til­lögu um van­traust á rík­is­stjórn­ina þegar stjórn­völd væru önn­um kaf­in við björg­un­ar­störf vegna bankakrepp­unn­ar og þá sæi stjórn­ar­andstaðan ástæðu til að flytja til­lögu um van­traust.

Þá væri til­lag­an mein­gölluð að formi til og gerði í raun ráð fyr­ir þing­kosn­ing­um á gaml­árs­dag.

Geir sagði, að sér virt­ist að van­traust­stil­lag­an virt­ist lögð fram í þeim eina til­gangi að skapa óróa. Ekk­ert vit væri í því, að efna til kosn­inga og að rík­is­stjórn­in fari frá í því ástandi sem nú rík­ir. Senni­lega sæi formaður VG í hyll­ing­um að geta inn­leyst þann póli­tíska hagnað, sem nú kem­ur fram í skoðana­könn­un­um. Hins veg­ar end­ur­spegli van­traust­stil­lag­an full­komið póli­tískt ábyrgðarleysi og þjóni þeim til­gangi ein­um, að beina að stjórn­ar­and­stöðunni tíma­bundnu kast­ljósi enda viti hún, að til­lag­an verði felld.

Geir sagði, að mörg­um kunni að virðast sem stjórn­mál séu hálf­gerður mál­fund­ur. En nú séu ekki þannig tím­ar. Þeir þing­menn, sem kosn­ir voru á síðasta ári hafi gefið þjóðinni þá skuld­bind­ingu, að sinna þeim störf­um, sem þurfi að vinna og það muni rík­is­stjórn­in gera.

„Það er ekki eðli okk­ar Íslend­inga að hopa þegar mest á reyn­ir og það sama á við um þessa rík­is­stjórn. Hún mun halda ótrauð áfram," sagði Geir.

Útsend­ing frá umræðu um van­traust á rík­is­stjórn 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert