Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Alþingi í …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,  formaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi, að hún teldi mikilvægt að stjórnmálamenn snúi bökum saman, bæði stjórn og stjórnarandstaða, og sinni þeim verkefnum sem þarf að vinna en eyði ekki tímanum fram að áramótum í karp og skylmingar sem kosningum fylgja. 

Ingibjörg Sólrún sagði, að þótt gríðarlega mikið starf væri óunnið hefði einnig verið unnið gríðarlega mikið starf  á þeim sjö vikum, sem liðnar eru frá því neyðarlögin voru sett á Alþingi. 

Nú sé fyrsta áfanganum í endurreisnarstarfinu lokið en sá áfangi væri mjög mikilvægur vegna þess að þar hafi verið samþykkt efnahagsáætlun og samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það feli m.a. í sér uppstokkun á íslensku bankakerfi og að tryggt sé að þar sé unnið faglega og í samræmi við alþjóðlegar leikreglur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert